Fréttir

Waldorfnámskráin- heildarsýn með þroska barna að leiðarljósi þann 9.nóvember

Þann 9. nóvember kl 18:00 munu tveir waldorfkennarar frá Svíþjóð halda fyrirlestur um Waldorfnámskránna og uppbyggingu hennar. Fyrirlesturinn sem er fluttur á ensku og haldinn í Lækjarbotnum.
Waldorfkennararnir Marja Ros Pehrson og Katarina Hagberg eru báðir menntaðir líffræðingar og hafa haldið mörg námskeið fyrir kennara um útikennslu í náttúrufræði og um kennslu nemenda með sérþarfir. Þær hafa einnig haldið fyrirlestra um kennslufræði Waldorfskólastefnunnar fyrir foreldrasamfélög. Hægt er að skoða facebook-síðu þeirra hér: https://www.facebook.com/fagerros/about
Marja Ros Pehrson er starfandi waldorfkennari og kennir í Waldorfkennaraháskólan í Bromma, Stokkholmi. Hún hefur haldið námskeið fyrir kennara í Berle í Oslo, Sólstöfum í Reykjavík og í Shenzhen í Kína.
Hér má sjá viðtal við hana um mikilvægi krítartöfluteikningar í kennsluháttum Waldorfkennara sem er ágætt að kynna sér (reyndar á sænsku) til að fá innsýn í kennslustund:
Katarína Hagberg er starfandi skólastjóri í Waldorfsérkennsluskólanum í Årsta, en þar eru nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi, sjá hér: http://www.arstagard.se/skola/
Katarina hefur einnig haldið námskeið og fyrirlestra í samvinnu við Marja Ros Pehrson í Berle, Oslo og á Sólstöfum. Katarina hefur 20 ára reynslu í kennslu á grunnskólastigi og framhaldskólastigi í Waldorfskólum í Svíþjóð. Síðustu 10 ár hefur hún verið í stjórnarteymi skóla og sem starfandi skólastjóri með áherslur á kennslufræðilega leiðtogahæfni og heilsueflandi lærdómssamfélag.